Snældur af hverju íslenskt ?
Snældur hanna og framleiða, náttúruvæna og vistvæna gjafa- og nytjavöru fyrir börn á öllum aldri. Einungis er notaður íslenskur viður sem felldur er við grisjun skóga í framleiðsluna. Það tryggir rekjanleika og afar lítið sótspor vörunnar. Við erum í beinu sambandi við skógarbændur og Skógrækt Eyjafjarðar um efnivið og þar af leiðandi vitum við nákvæmlega úr hvaða skóg viðurinn kemur og við getum því ábyrgst að viðurinn er felldur við grisjun. Það skiptir máli. Af því að megnið af þeim við sem hægt er að fá í timburvöruverslunum er innfluttur og oft á tíðum felldur úr skógum sem eru einungis ræktaðir upp til þess að vera hogginn niður . Af hverju skiptir það máli? Jú, það skiptir máli vegna þess að við ræktun slíkra skóga skapast lítill lífræðilegur fjölbreytileiki í því umhverfi sem skógurinn vex í og líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir heilbrigðum trjám og öllu lífríki til lengri tíma.
Viðurinn sem er notaður er ýmist ösp, fura eða birki.
Contact us
Interested in working together? Fill out some info and we will be in touch shortly. We can’t wait to hear from you!